Hvalaskoðun frá Hjalteyri
Vissirðu að Hjalteyri er eitt best geymda leyndarmál Norðurlands? Upplifðu hvalaskoðun frá þessum einstaka stað sem er í aðeins 20 mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri.
Stígðu aftur til fortíðar og heimsæktu gamla þorpið, Hjalteyri, sem staðsett er á vesturströnd Eyjafjarðar. Þaðan getur þú siglt á Knerrinum, fyrsta hvalaskoðunarbát Norðursiglingar og átt notalega ferð um fjörðinn sem býður upp á frábærar aðstæður til hvalaskoðunar.
Dýralíf norðurstrandarinnar
Þessi sigling er einstakt tækifæri fyrir þig til að kynnast frábæru dýralífi norðurstrandarinnar í skjólsælum Eyjafirðinum, allt undir leiðsögn okkar hæfustu áhafnar. Síðustu ár hafa hinir stórskemmtilegu hnúfubakar gert sig heimakomna á svæðinu og oftar en ekki hægt að sjá þá tiltölulega stutt frá landi.
Heitt kakó, nýbakaðir snúðar og hlýir gallar
Það er okkur afar mikilvægt að þér líði vel í ferðinni. Við bjóðum öllum upp á hlýja galla og teppi og að auki geturðu yljað þér á bolla af rjúkandi heitu kakói ásamt nýbökuðum kanilsnúðum á heimsiglingunni.
Gamlir tímar mæta nýjum
Gamla síldarverksmiðjan á Hjalteyri var sú stærsta sinnar tegundar á Íslandi á sínum tíma en hefðbundin síldarvinnsla var lögð niður árið 1966. Verksmiðjan hefur nú fengið nýtt hlutverk og hýsir ýmsa áhugaverða og skapandi starfsemi. Meðal annars hafa listamenn hvaðanæva úr heiminum sett þar upp sýningar sem vakið hafa mikla athygli víða um land.
Njóttu veitinga með útsýni yfir hafið
Á Hjalteyri er starfræktur veitingastaðurinn Eyri, einstaklega vel staðsettur í fallegu rauðu timburhúsi niður við sjóinn. Þar er tilvalið að tylla sér niður fyrir eða eftir hvalaskoðunarferðina og njóta góðra veitinga í fallegu umhverfi.
Komdu til Hjalteyrar
Komdu til Hjalteyrar og njóttu dýralífs og kyrrðarinnar sem í firðinum ríkir.
Bóka ferð
Frí afbókun allt að sólarhring fyrir ferð
Sveigjanleiki með breytingar á bókun
Borgaðu núna eða þegar þú mætir
2,5 klukkustundir (u.þ.b.)
Alla daga júní – september
Hjalteyri
Verð
10.990 kr. fullorðnir
4.500 kr. 7-15 ára
FRÍTT fyrir 6 ára og yngri
(Öll verð eru með 11% virðisaukaskatti)
Innifalið
- Heitt kakó og kanilsnúðar
- Full leiðsögn
- Hlýir heilgallar
- Teppi og regnkápur eftir aðstæðum
Brottfararspjald veitir eftirfarandi afslætti
- 10% afsláttur á Eyri Hjalteyri
- 20% afsláttur í Hvalasafnið á Húsavík
- 10% afsláttur á Gamla Bauk Húsavík
- 10% afsláttur í Sjóböðin Húsavík