Algengar spurningar um hvalaskoðun

Þó svo að við mælum með því að ferðirnar okkar séu bókaðar með nokkurra daga fyrirvara þá eru einnig miklar líkur á að þú komist um borð skömmu fyrir ferð. Endilega skoðið framboðið á heimasíðunni eða hafið samband og kannið möguleikana.

Bókaðu á netinu

Þú getur bókað hvalaskoðunarferðina þína í gegnum heimasíðuna okkar.

Bókaðu í gegnum síma
Ekki hika við að hringja í þjónustuverið okkar í síma 464 7272 og við aðstoðum þig.

Sendu okkur tölvupóst
Þú getur sent tölvupóst á starfsfólk okkar í miðasölunni og þau aðstoða þig við að bóka hvalaskoðunarferðina þína.

Hvalir eru villt dýr og því er aldrei hægt að tryggja það að hvalir sjáist í öllum ferðum. Við getum þó tryggt að líkurnar á því að sjá hvali í ferðum okkar eru framúrskarandi góðar! Ef svo ólíklega vill til að engir hvalir sjást í ferðinni þinni munum við bjóða þér aðra ferð án endurgjalds.

Eitt af því skemmtilega við hvalaskoðun er sú staðreynd að engar tvær ferðir eru eins og það er aldrei hægt að segja fyrir víst hvaða tegundir gætu sést í næstu ferð. Í gegnum árin hefur hnúfubakurinn þó verið algengasti gestur Skjálfandaflóa, ásamt hrefnum, hnýðingum og hnísum. Steypireyður, stærsta dýr jarðar, sést einnig reglulega snemma sumars, en þess má geta að Skjálfandaflói er einn af fáum stöðum við strendur Íslands þar sem steypireyðurin er algengur gestur.

Frá 15. apríl til 20. ágúst bjóðum við upp á hvala- og lundaskoðunarferðir en á þeim tíma má finna yfir 200.000 lunda í Lundey, sem staðsett er á miðjum Skjálfandaflóa.

Allar okkar dagferðir eru 3 klukkustundir, nema Hvalir og lundar en í þeirri ferð bætum við 30 mínútum við ferðina og heimsækjum Lundey.

Við mælum með því að skoða yfirlit yfir ferðir og verð hérna.

Öryggi farþega og áhafna er okkur ávallt efst í huga. Skipstjórar okkar og aðrir áhafnarmeðlimir hafi margir hverjir áralanga reynslu af sjósókn á svæðinu. Við treystum á þeirra dómgreind þegar kemur að því að meta veður og aðstæður á sjó, en það getur komið fyrir að ekki sé hægt að sigla vegna veðurs.
Ef þú ert að koma langt að, mælum við sterklega með því að hafa samband við miðasöluna okkar, sími 464 7272, til að fá upplýsingar um veður og sjólag.

Ef aflýsa þarf hvalaskoðunarferð gerum við okkar allra besta til að endurbóka þig í næstu ferð. Hafðu samband við starfsfólk okkar í miðasölunni og þau munu aðstoða þig eftir bestu getu.

Enginn tími sólarhringsins er betri en annar til að fara í hvalaskoðun. Þegar allt kemur til alls snýst þetta einungis um heppni. Síðasta sumar sáust hvalir í 98,6% ferða okkar, svo líkurnar eru ansi góðar.

Það er þumalputtaregla að klæða sig vel áður en farið er út á sjó. Við mælum með því að þú klæðir þig eftir veðri og grípir einnig með þér húfu og vettlinga. Í ferðum okkar er einnig boðið upp á hlýja og góða heilgalla.

Já, yfir sumartímann er hægt að bóka 3 daga leiðangur sem hefur viðkomu í Grímsey. Einnig eru í boði sérferðir í eyjuna sé þess óskað.

Já, yfir sumartímann er hægt að bóka 3 daga leiðangur sem hefur viðkomu í Flatey.

Að auki er hægt að bóka sérferð til Flateyjar fyrir fjölskyldur, eða litla og stóra hópa.

Já, allir eru velkomnir um borð í báta Norðursiglingar. Kerrur og burðarpokar eru leyfilegir og við mælum með hlýjum klæðnaði. Minnstu heilgallarnir okkar eru í stærðum 110-116/fyrir 4-6 ára.

Nei, engar veitingar eru seldar um borð en hins vegar bjóðum við öllum upp á heitt kakó og kanilsnúða á heimsiglingunni. Þér er einnig velkomið að taka nesti með um borð.

Nei, farþegar eru vinsamlegast beðnir um að reykja ekki um borð.

Getum við aðstoðað enn frekar?

Ef þú finnur ekki svörin sem þú ert að leita að þá endilega hafðu samband og við munum aðstoða þig eftir bestu getu.


    This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.