Flatey á Skjálfanda
Stígðu aftur til fortíðar og sigldu til Flateyjar á Skjálfanda, eyjunnar sem geymir margra alda sögu fiskveiða og sjósóknar. Fjölskrúðugt fuglalíf og óviðjafnanleg kyrrð.
Í Flatey á Skjálfandaflóa má segja að tíminn standi í stað en hið hraða líf nútímans hefur enn ekki náð að festa rætur í þessari paradísareyju norðursins. Ef þú ert að leita af stað til að slappa af, hægja á þér og ná andanum þá mælum við svo sannarlega með heimsókn til Flateyjar.
Frábærar aðstæður til fuglaskoðunar
Í Flatey eru frábærar aðstæður til fuglaskoðunar en yfir 30 fuglategundir sjást þar við land yfir sumartímann, fuglategundir á borð við kríur, lunda og æðarfugla. Það er auðvelt að gleyma sér á gangi um eyjuna umkringdur fuglasöng og náttúrufegurð.
Gamla þorpið
Byggð var í eyjunni frá 12. öld og í aldaraðir lifðu íbúar hennar sjávarútvegi og búffjárrækt. Þó vou hlunnindi einnig nokkur af rekaviði og sel, sem og fuglavarpi. Þegar mest var bjuggu um 120 manns í Flatey en síðustu íbúar fluttu á meginlandið árið 1967 og sögðu skilið við þá einangrun sem fylgdi því að búa svo afskekkt.
Í dag eru það afkomendur fyrri íbúa sem halda húsum eyjunnar við og eru þau mörg hver afar glæsileg. Í eyjunni má finna gamalt samkomuhús og kirkju, reisulegan vita og gamla bryggju.
Ferðir til Flateyjar
Norðursigling býður upp á ferðir til Flateyjar allt árið um kring og skipuleggur ferðir eftir óskum hverju sinni. Með fjölbreyttan flota af hefðbundnum eikarbátum og fallegum skútum getum við skipulagt ferð sem hentar þér og þínum. Þess má einnig geta að bátarnir okkar eru afar viðeigandi fyrir ferð af þessu tagi en tilfinningin að sigla um flóann á gömlum eikarbáti helst í hendur við þá upplifun að koma til þessarar kyrrlátu eyju.
Leiðsögn um eyjuna
Sé þess óskað getum við skipulagt gönguferðir um eyjuna með leiðsögn frá fjölskyldu á staðnum, sem eyðir löngum stundum í eyjunni yfir sumartímann. Gengið er um gamla þorpið, heimsækjum gamla samkomuhúsið og reisulegan vitann ásamt því að heyra sögur frá liðinni tíð. Að góðri gönguferð lokinni er notalegt að þiggja léttar veitingar í nýuppgerðum fiskiskúr við bryggjuna. Fyrir þá sem vilja dvelja lengur í eynni er einnig í boði gisting í tveimur 16 manna húsum.
Hópferð til Flateyjar með fjölskyldu og vinum
Ferð til Flateyjar getur verið frábært hópefli fyrir fjölskyldur, vinahópa eða vinnufélaga. Hægt er að skipuleggja allskyns ferðir, allt til að gera ferðina þína eftirminnilega. Á siglingunni út í eyju er hægt að njóta hvala- og lundaskoðunar og jafnvel renna fyrir fiski með sjóstöngum. Óskir þú eftir mat eða öðrum veitingum þá hvetjum við þig til að hafa samband.
Skipuleggjum draumaferðina til Flateyjar
Við tökum á móti minni hópum og stærri og getum verið afar sveigjanleg hvað tímasetningu og annað skipulag varðar.
Ertu með hugmyndir? Láttu okkur vita og við aðstoðum þig við að skipuleggja ógleymanlega ferð út í Flatey.
5-6 klukkustundir (Lengri og styttri ferðir í boði)
Hafið samband til að bóka
Frá Húsavík
Innifalið
Afþreying
- Hvalaskoðun*
- Sjóstöng*
- Leiðsögn um eyjuna*
- Jóga og hugleiðsla*
Léttar veitingar
- Heitt kakó og kanilsnúðar*
- Grill um borð eða í landi í Flatey*
- Drykkir*
Áhöfn
- Skipstjóri og háseti
- Matreiðslumeistari/kokkur*
Auka fatnaður
- Hlýir gallar og regnkápur ef þörf er á
Gisting
- Gisting í tveimur 16 manna húsum*
* sé þess óskað
Bókanir, verðhugmyndir og aðrar upplýsingar
Fyrir bókunarbeiðnir, verðhugmyndir og aðrar upplýsingar, vinsamlegast hafið samband við:
Líney Gylfadóttir
liney@nordursigling.is
849 4424
Signý Jónasdóttir
signy@nordursigling.is
696 2915