Lengri ævintýraferðir

Ógleymanleg ævintýri við strendur Íslands og Grænlands

Svífðu seglum þöndum umkringdur stórkostlegri náttúru norðursins.
Ferðastu um á seglskútu og sigldu að óspilltri náttúru, víkingabyggðum og villtu dýralífi norðursins.

Schooner Opal in Skjálfandi Bay

Siglt við heimskautsbaug

Upplifðu sumarsólstöður við strendur norðursins á hinni margverðlaunuðu rafmagnsskonnortu, Ópal.

3 dagar, 2 nætur

Valdar dagsetningar í júní

220.000 kr.

Schooner Opal next to iceberg in East Greenland

Ævintýrasigling á Grænlandi

Ógleymanleg 7 daga ævintýrasigling um náttúruperlur Scoresbysunds við austurströnd Grænlands.

8 dagar, 7 nætur

Vikulega frá miðjum júlí – september

Á ferðalagi um norðurslóðir

Sigldu á staði sem eru ævintýri líkastir

Við búum yfir áralangri reynslu þegar kemur að því að skipulagningu ævintýraferða á norðurslóðir. Seglskútur okkar henta afar vel til ferða af þessu tagi og koma þér á staði sem flestum eru óaðgengilegir. Njóttu siglingarinnar, matarins og síðast en ekki síst landslagsins í hópi góðra vina.

Endilega hafðu samband, við erum alltaf til í ævintýri!

Líney Gylfadóttir
liney@northsailing.is
sími 849 4424