Hvalaskoðun á eikarbát

Upplifðu hina einu sönnu hvalaskoðunarferð sem kom Húsavík á kortið sem höfuðborg hvalaskoðunar á Íslandi!

Komdu með okkur í þriggja klukkustunda hvalaskoðun um Skjálfandaflóa á fallegum íslenskum eikarbát og hver veit nema þú sjáir forvitnar hrefnur, stökkvandi hnúfubaka eða jafnvel steypireyðar, stærsta dýr jarðar!

Hvalaskoðun á heimsmælikvarða

Skjálfandaflói hefur lengi verið þekktur fyrir frábærar aðstæður til hvalaskoðunar en þangað leggja sumar af stærstu dýrategundum jarðar leið sína á hverju ári. Í hvalaskoðunarferðunum er algengt að sjá hnúfubaka, hrefnur, hnýðinga og hnísur en hver hvalaskoðunarferð er einstök. Því gæti vel verið að háhyrningar, langreyðar og jafnvel steypireyðar kíki einnig í heimsókn á sama tíma og þú.

Fuglar og einstök fjallasýn

Fyrir utan þá fjölmörgu hvali sem leggja leið sína í flóann gleðja ýmsir fuglar gesti með nærveru sinni. Fylgstu með kríum í leit að æti, lundum stinga sér til sunds og öðrum áhugasömum sjófuglum sveima í kringum bátinn.
Umhverfi Skjálfandaflóa er einnig afar tilkomumikið. Í vestri gnæfa hin tignarlegu Víknafjöll sem geyma fjölmargar sögur allt frá landnámi til dagsins í dag á meðan Húsavíkurfjall vakir yfir bænum í austri. Vel sést til Flateyjar og alla leið norður undir heimskautsbaug til Grímseyjar, á góðum degi.

Gömlu góðu íslensku eikarbátarnir

Gömlu íslensku eikarbátarnir eru mörgum góðum kostum gæddir. Þeir eru ekki bara fallegir og afar notalegir, heldur einnig sparneytnir, stöðugir og henta einstaklega vel til hvalaskoðunar.

Heitt kakó, nýbakaðir snúðar og hlýir gallar

Á siglingu þinni um Skjálfandaflóa munum við sjá til þess að þér verði ekki kalt og bjóðum upp á hlýja galla, heimalagað kakó og nýbakaða kanilsnúða um borð.

Áratugareynsla á Skjálfanda

Áhafnir Norðursiglingar hafa áralanga reynslu af siglingum og náttúruskoðun í Skjálfandaflóa og munu leiða þig að helstu hvalaslóðum. Skipstjórar okkar og leiðsögumenn búa yfir mikilli þekkingu á aðstæðum og dýralífinu í flóanum og eru ávallt tilbúnir að miðla áhugaverðum fróðleik til farþega.

Frábær upplifun fyrir alla fjölskylduna

Hvalaskoðun eru frábær afþreying fyrir alla fjölskylduna sem lætur engan ósnortinn, hvorki börn né fullorðna. Komdu með okkur í eftirminnilega siglingu í frábæru umhverfi og góðum félagsskap!

Bóka ferð

Frí afbókun allt að sólarhring fyrir ferð

Sveigjanleiki með breytingar á bókun

Borgaðu núna eða þegar þú mætir

3 klukkustundir (u.þ.b.)

Alla daga 1. mars – 30. nóvember

Húsavík

Verð

12.990 kr. fullorðnir
6.500 kr. 7-15 ára
FRÍTT fyrir 6 ára og yngri

(Öll verð eru með 11% virðisaukaskatti)

Innifalið

  • Heitt kakó og kanilsnúðar
  • Full leiðsögn
  • Hlýir heilgallar
  • Teppi og regnkápur eftir aðstæðum

Brottfararspjald veitir eftirfarandi afslætti