Ævintýrasigling við Grænland

Upplifðu óviðjafnanlega kyrrð og einstaka náttúru, fjarri amstri hversdagslífsins í þessari sjö daga siglingu um afskekktasta fjarðakerfi Grænlands.

Á siglingu þinni um firðina geturðu notið landslags sem er með því stórfenglegasta sem þekkist þar sem tilkomumikið umhverfið, jöklar og hafís umlykja allt. Fáðu innsýn í líf hinna strjálu byggða Austur-Grænlands, gakktu um óspillt landið og fylgstu með mögnuðu dýralífinu eins og það gerist best.

Tilkomumikið dýralíf

Dýralífið á Grænlandi getur verið afar tilkomumikið er algengt er að það sjáist til snæhéra, sela og sauðnauta. Ísbirnir, hreindýr og náhvalir eru ekki eins algeng sjón en þó kemur fyrir að þær tegundir sjáist í ferðum okkar. Hvort sem það er á sjó eða á landi getur verið stórkostleg upplifun að fylgjast með lífi þessara villtu dýra.

Heimsókn í afskekktar byggðir

Síðast en ekki síst heimsækjum við Ittoqqortoormiit, eina afskekktustu þyrpingu á vesturhveli jarðar. Þorpið fær sjaldan heimsóknir frá ferðafólki, en þess má geta að fleiri heimsækja Norðurpólinn heldur en Ittoqqortoormiit. Þorpið er því í raun enginn ferðamannastaður, enda er aðeins hægt að komast þangað sjóleiðina eða með þyrlu. Þar búa nokkur hundruð manns og jafn margir sleðahundar!

Lífið um borð í seglskútu

Það er ólýsanleg upplifun sigla um þessi afskekktu svæði á gamalli en notalegri seglskútu. Um borð skapast einstök stemning, bæði heimilisleg og lífleg en hópurinn um borð kemur oftar en ekki frá öllum heimshornum. Allir um borð hafa þó sama markmið, að skapa ógleymanlegar minningar.

Algengar spurningar:

Hvernig veðurfar er á svæðinu?

Hitastigið getur verið frá 0°C – 12°C. Veðrið er jafnan gott, þurrt, sólríkt og kyrrt. Veðrið getur þó einnig verið óútreiknanlegt og kemur fyrir að það hvessi, rigni og jafnvel snjói, þó svo að það sé óalgengt á þessum árstíma.

Hversu líkamlega vel á mig komin/nn þarf ég að vera til að geta komið í ferðina?

Sumar gönguferðirnar krefjast góðs líkamlegs ásigkomulags, en leiðsögumaðurinn mun taka tillit til allra í hópnum áður en lagt er af stað í göngur. Allar ferðir upp á land eru val hvers og eins og er öllum velkomið að slappa frekar af um borð, sé þess óskað.

Munu sjást norðurljós?

Norðurljós eru yfirleitt sjáanleg þegar tekur að rökkva, frá því í lok ágúst. Það veltur þó auðvitað allt á skýjahulu hverju sinni.

Mun ég geta keypt minjagripi?

Í hverri ferð gerum við ráð fyrir heimsókn í þorpið Ittoqqortoormiit. Ef við heimsækjum þorpið að degi til er líklegt að litla minjagripaverslun bæjarins sé opin. Þar er hægt að greiða bæði með reiðufé og korti.

Dagsetningar í boði

Smelltu hér til að sjá þær dagsetningar sem eru í boði.

Bókanir og nánari upplýsingar

Allar upplýsingar veitir:

Líney Gylfadóttir
liney@nordursigling.is

Innifalið

 • Flug frá Reykjavíkurflugvelli til Constable Point og til baka.
 • Öll aðstaða um borð í uppábúnum rúmum.
 • Allar máltíðir um borð.
 • Öll þjónusta áhafnarinnar, leiðsögn bæði á sjó og á landi.

Ekki innifalið

 • Flug á milli alþjóðaflugvalla.
 • Auka ferðatryggingar.
 • Auka farangursheimild.
 • Áfengir drykkir um borð (hægt að greiða fyrir sérstaklega að ferð lokinni).
 • Ferðir að eigin vali á Íslandi fyrir/eftir Grænland.

Upplýsingar um flug

Reykjavík – Constable Point – Reykjavík: Brottför frá Reykjavíkurflugvelli.
Áætlaður flugtími: 1 klukkustund og 40 mínútur.

Leiðsögn

 • Leiðsögn er í höndum sérþjálfaðs leiðsögumanns með mikla þekkingu á svæðinu, náttúru þess og dýralífs.

Lengd ferðar

 • 8 dagar og 7 nætur.

Siglingaleið

Siglingaleið

Skútur Norðursiglingar

null

Hildur

Nánari upplýsingar

null

Opal

Nánari upplýsingar

null

Donna Wood

Nánari upplýsingar