Ferðir frá Húsavík

Hvalaskoðun, siglingar og ævintýraferðir frá Húsavík, höfuðborg hvalanna á Íslandi!

Komdu með okkur í ógleymanlega hvalaskoðunarferð um Skjálfandaflóa, sem er orðinn þekktur fyrir sínar frábæru aðstæður til hvalaskoðunar.
Njóttu þess að sigla um á endurgerðum eikarbát eða svífa seglum þöndum á umhverfisvænni seglskútu.

Hvalaskoðun frá Húsavík

Hvalaskoðun á eikarbát

Upplifðu hvalaskoðunarferðina sem kom Húsavík á kortið sem höfuðborg hvalaskoðunar á Íslandi.

3 klukkustundir

Alla daga 1. mars – 30. nóvember

12.990 kr.

Eco-Friendly Whale Watching Husavik

Hljóðlaus hvalaskoðun

Minnkaðu kolefnissporið þitt og njóttu þess að sigla um Skjálfandaflóa á hljóðlausum rafmagnsbát.

3 klukkustundir

Alla daga 1. júní – 15. september

13.990 kr.

Skonnortan Hildur

Hvalaskoðun á seglskútu

Stígðu aftur til fortíðar og taktu þátt í alvöru siglingaævintýri eins og sönnum víkingi sæmir.

3 klukkustundir

Alla daga 1. júní – 31. júlí

13.990 kr.

Puffins of Lundey island

Hvalir og lundar

Sigldu að Lundey og fáðu innsýn í fjölskrúðugt fuglalíf eyjunnar þar sem þúsundir lunda dvelja yfir sumartímann.

3,5 klukkustundir

Alla daga 16. apríl – 19. ágúst

14.990 kr.

Greining á sýnishornum © Ása Steinars

Hvalir, segl og vísindi

Öðlastu dýpri innsýn í lífið neðansjávar og taktu virkan þátt í hafrannsóknum í magnaðri skútusiglingu um Skjálfandaflóa.

3,5 klukkustundir

Fimmtudaga í júní, júlí og ágúst

14.490 kr.

Gong-sigling

Gong-sigling á seglskútu

Njóttu heilandi tóna gongsins í endurnærandi siglingu á hvalaslóðum Skjálfandaflóa.

3 klukkustundir

Valdar dagsetningar yfir sumarið

8.900 kr.

Ævintýrasiglingar og sérferðir frá Húsavík

Sumarsólstöður við heimskautsbaug eða kyrrð og ró í fuglaparadísinni Flatey.

Að skipuleggja þína ævintýraferð er okkar sérsvið en við bæjardyr Húsavíkur er að finna ýmsar náttúruperlur sem afar gaman er að heimsækja.
Upplifðu miðnætursólina við Grímsey, njóttu kyrrðarinnar í Flatey eða sigldu á áður ótroðnar slóðir norðurstrandarinnar.

Schooner Opal in Skjálfandi Bay

Siglt við heimskautsbaug

Upplifðu sumarsólstöður við strendur norðursins á hinni margverðlaunuðu rafmagnsskonnortu, Ópal.

3 dagar, 2 nætur

Valdar dagsetningar í júní

220.000 kr.

Gamla þorpið í Flatey © Ales Mucha

Flatey á Skjálfanda

Stígðu aftur til fortíðar og sigldu til Flateyjar sem oft er kölluð fuglaparadís norðursins.

5-6 klukkustundir

Í boði allt árið

Hafið samband til að bóka