Umhverfisvæn hvalaskoðun á hljóðlátum rafmagnsbát

Minnkaðu kolefnissporið þitt og njóttu þess að skoða hvali Skjálfandaflóa á hljóðlausum rafmagnsbát, knúnum áfram af umhverfisvænni orku.

Nærgætni við náttúruna hefur verið leiðarstef í þróun hvalaskoðunarferða hjá Norðursiglingu frá upphafi. Við erum gestir í veröld hvalanna og leggjum allt kapp á að nálgast þá varfærnislega. Tilkoma hinna hljóðlausu rafmagnsbáta í flotann er enn eitt skrefið í átt að umhverfisvænni hvalaskoðun. Minni áhrif á dýralíf en aukin upplifun gesta um borð.

Heyrðu hvalina blása!

Að sigla um svo hljóðlega gefur þér færi á að njóta hvalaskoðunarinnar enn betur. Það er ekki síður mikilvægur hluti af upplifuninni að hlusta á hvalina en blástur stórhvela á borð við langreyða, hnúfubaka og steypireyða er afar kraftmikill og heyrist oft úr mikilli fjarlægð.

Nýsköpun fyrir náttúruna

Árið 2015 varð Húsavík fyrsti áfangastaðurinn í heiminum til að bjóða upp á hvalaskoðunarferðir á rafmagnsbát. Nú eru rafmagnsbátar Norðursiglingar orðnir tveir og leika lykilhlutverk í meginmarkmiðum fyrirtækisins, umhverfisvernd og náttúruvirðingu. Þessir fyrstu rafknúnu hvalaskoðunarbátar landsins, Ópal og Andvari, eru án vafa mikilvæg þróun í átt að sjálfbærri framtíð ferðaþjónustunnar. Norðursigling hefur lagt í veigamikla vegferð við rafmagnsvæðingu flotans og stefnir að enn frekari minnkun á vistspori hans. Í ferðunum leggjum við áherslu á að kynna fyrir farþegum þessi grænu skref fyrirtækisins og nálgumst umhverfismál á heildstæðan hátt út frá hvölum og lífríki þeirra í Skjálfanda.

Minnkaðu kolefnisspor fjölskyldunnar

Á ferðalagi um landið er að mörgu að huga þegar kemur að umhverfisspori ferðalanga. Fjölskyldan getur hins vegar notið náttúrunnar áhyggjulaus í þessari þriggja klukkustunda hvalaskoðunarferð þar sem hún er á allan hátt umhverfisvæn og í takt við nýja tíma.

Gómsætir kanilsnúðar og kakó

Í ferðinni fá allir farþegar hlýja galla og boðið er upp á regnkápur og teppi ef á þarf að halda. Á heimsiglingunni er svo ávallt kærkomið að fá nýbakaða kanilsnúða ásamt bolla af heitu kakói. Við leggjum mikið upp úr því að farþegum líði vel um borð og siglingin verði sem ánægjulegust.

Bóka ferð

Frí afbókun allt að sólarhring fyrir ferð

Sveigjanleiki með breytingar á bókun

Borgaðu núna eða þegar þú mætir

3 klukkustundir (u.þ.b.)

Alla daga 1. júní – 15. september

Húsavík

Sumarið 2024 munu hljóðlátu hvalaskoðunarferðirnar okkar vera á rafmagnsbátnum Andvara.

Fyrir ferðir á hybrid rafskútunni Ópal, smellið hér.

Verð

13.990 kr. fullorðnir
7.000 kr. 7-15 ára
FRÍTT fyrir 6 ára og yngri

(Öll verð eru með 11% virðisaukaskatti)

Innifalið

  • Heitt kakó og kanilsnúðar
  • Full leiðsögn
  • Hlýir heilgallar
  • Teppi og regnkápur eftir aðstæðum

Brottfararspjald veitir eftirfarandi afslætti