Hvalaskoðun frá Árskógssandi

Komdu með okkur í hvalaskoðun frá sjávarþorpinu Árskógssandi, aðeins 30 mínútna akstur frá Akureyri.

Njóttu þess að sigla um Eyjafjörðinn á fallegum íslenskum eikarbát og upplifðu einstakt tækifæri til að kynnast hinum stórfenglegu hvölum sem þar dvelja. Áhöfnin okkar býr yfir mikilli þekkingu á náttúru og dýralífi fjarðarins og munu miðla áhugaverðum fróðleik til farþega á meðan ferðinni stendur.

Hnúfubakar í Eyjafirði

Yfir sumartímann hafa hinir stórskemmtilegu hnúfubakar gert sig heimakomna í Eyjafirði og eru afar algeng sjón í ferðum okkar auk þess láta hrefnur, hnýðingar og hnísur sjá sig reglulega!

Heitt kakó og hlýir gallar

Við leggjum mikið upp úr þægindum farþega og bjóðum því upp á hlýja galla fyrir alla um borð. Á heimleiðinni er svo boðið upp á rjúkandi heitan kakóbolla ásamt nýbökuðum kanilsnúðum.

Velkomin á Árskógssand

Árskógssandur er heillandi sjávarþorp staðsett í Eyjafirði með aðeins um 100 íbúa. Þar má finna stórfenglegt útsýni yfir til Hríseyjar og út Eyjafjörðinn sem svíkur engan. Á Árskógssandi má finna Bruggsmiðjuna Kalda ásamt hinum einstöku Bjórböðum sem notið hafa mikilla vinsælda síðustu ár. Bjórböðin bjóða upp á upplifun sem er engri lík en eins og nafnið gefur til kynna er þar í boði að fara í bjórbað, heita útipotta og gufubað. Við böðin stendur svo Ströndin Bistro sem býður upp á frábæran mat og stórbrotið útsýni út Eyjafjörðinn. Hríseyjarferjan Sævar gengur frá Árskógssandi daglega á tveggja tíma fresti en það tekur einungis 15 mínútur að sigla frá Árskógssandi til Hríseyjar. Hrísey er sannkölluð náttúruperla sem allir ættu að heimsækja. Í Hrísey má finna sundlaug, veitingastað, verslun og söfn ásamt fjölbreyttum gönguleiðum um eyjuna.

Bóka ferð

Frí afbókun allt að sólarhring fyrir ferð

Sveigjanleiki með breytingar á bókun

Borgaðu núna eða þegar þú mætir

2,5 klukkustundir (u.þ.b.)

1. febrúar – 15. desember

Árskógssandur

Verð

11.990 kr. fullorðnir
6.000 kr. 7-15 ára
FRÍTT fyrir 6 ára og yngri

(Öll verð eru með 11% virðisaukaskatti)

Innifalið

  • Heitt kakó og kanilsnúðar
  • Full leiðsögn
  • Hlýir heilgallar
  • Teppi og regnkápur eftir aðstæðum

Aðgangsmiði Norðursiglingar veitir þér eftirfarandi afslætti á Árskógssandi:

  • 10% afsláttur í Bjórböðin og af bjórsápum frá Bjórböðunum.
  • 10% afsláttur af matseðli hjá Ströndin Bistro í Bjórböðunum. Vinsamlegast sýnið brottfararspjald Norðursiglingar við pöntun.
  • 10% afsláttur á bjórum frá Bruggsmiðjunni Kalda.

Einnig færir aðgangsmiðinn þér eftirfarandi afslætti á Hjalteyri og Húsavík: