Kvöldsigling frá Reykjavík um borð í seglskútunni Opal

Sigldu um Faxaflóa á fyrstu og einu rafmagnsskútu Íslands og njóttu dansandi norðurljósa á meðan þú lætur líða úr þér í heitum potti.

Hér sameinast norðurljósin, borgarljósin og friðarsúla Yoko Ono í magnaðri kvöldsiglingu frá Reykjavík. Njóttu þess að sigla hljóðlega út frá gömlu höfninni á meðan þú nýtur leiðsagnar frá áhöfninni á Opal. Áhöfnin á Opal býr yfir áralangri reynslu af siglingum við strendur Íslands og mun leiða ykkur á sögufrægar slóðir.
Aðstoðaðu áhöfnina við að hífa upp seglin, njóttu léttra veitinga, slakaðu svo á með bjór í hönd í heita pottinum eða niðri við eldstæðið.

Hápunktar ferðinnar

  • Njóttu norðurljósanna á einstakan hátt
  • Fáðu nýtt sjónarhorn á ljósin í borginni
  • Sigldu í nálægð við Friðarsúlu Yoko Ono*
  • Fáðu innsýn í sögu og menningu eyja Faxaflóa
  • Hlustaðu á gamlar sjómannssögur á vitaslóðum

*Athugið að eingöngu er kveikt á Friðarsúlunni á ákveðnum dögum ársins

Staðsetning: Gamla höfnin í Reykjavík, Vesturbugt. 10 mínútna ganga frá miðbæ Reykjavíkur.

Ef þú ert að leita að einhverju einstöku að gera að kvöldi til í Reykjavík þá mælum við með þessari einstöku siglingu. Upplifðu Reykjavík frá sjónarhorni sjómanna, njóttu dansandi norðurljósa og slökktu jafnvel á símanum þínum í smá tíma og njóttu stundar.

Innifalið

  • Leiðsögn
  • Léttar veitingar
  • Kaffi, kakó, te, vatn
  • Hlýir gallar
  • Regnkápur ef þörf er á
  • Hlý teppi
  • Matsalur og kamína neðan þilja
  • Þráðlaust net
  • Hljóðkerfi

Prófaðu heita pottinn um borð

  • Aðgangur að heita pottinum: 2.000 kr. Handklæði innifalið.

Til kaups um borð

  • Gosdrykkir og aðrir drykkir

Við ábyrgjumst ekki að norðurljós sjáist í ferðinni.

Rafmagnsskútan Opal © Nick Bondarev
Rafmagnsskútan Opal © Nick Bondarev

Seglskútan Opal

Að líða um á rafmagnsseglskútu er upplifun sem lætur engan ósnortinn. Á Opal mætast umhverfisvæn tækni og gamalgrónar siglingahefðir á einstakan hátt.

Þetta er tækifærið þitt til að upplifa siglingu á stærstu seglskútu landsins.

Nánar um Opal

Frí afbókun allt að sólarhring fyrir ferð

Sveigjanleiki með breytingar á bókun

Borgaðu núna eða þegar þú mætir

Því miður eru kvöldsiglingarnar okkar á Opal í Reykjavík ekki í boði eins og er.

Varðandi framboð og upplýsingar um ferðina, vinsamlegast hafið samband við thorny@nordursigling.is

2,5 klukkustundir (u.þ.b.)

Október – Apríl

Reykjavík

Verð

15.990 kr. fullorðnir
7.500 kr. 7-15 ára
FRÍTT fyrir 6 ára og yngri

(Öll verð eru með 11% virðisaukaskatti)

Aðgangur að heita pottinum:
2.500 kr. aukalega á farþega
Handklæði innifalið

Bóka ferð