Siglt við heimskautsbaug

Upplifðu sumarsólstöður um borð í hinni margverðlaunuðu rafmagnsskonnortu, Ópal og taktu þátt í þriggja daga siglingu við strendur norðursins.

Stígðu um borð í Ópal, stærsta seglskip landsins og upplifðu þriggja daga siglingu við heimskautsbaug á sumarsólstöðum, þar sem dagarnir taka aldrei enda og einstök miðnætursólin skapar ógleymanleg augnablik. Áhöfnin býr yfir áralangri reynslu af siglingum og náttúruskoðun og mun leiða þig að leyndum perlum og sögufrægum slóðum norðursins ásamt viðkomu í Flatey og Grímsey.

Húsavíkurhöfn © Aleš Mucha
Hvalaskoðun um borð í Opal © North Sailing

Eyjar og umhverfi

Á siglingu þinni meðfram norðurströndinni kemstu í sterka tengingu við strandmenningu og náttúru svæðisins en farið er í land á ýmsum stöðum til að heimsækja víkingabyggðir, eyðibýli og aðra staði sem tengjast landnámssögunni.

Sonnenuntergang auf Ópal © Ales Mucha
Sólsetur á Opal © Aleš Mucha

Dýralíf og náttúruvernd

Á siglingu um Skjálfandaflóa má búast við því að rekast á ýmsar tegundir hvala en flóinn hefur lengi verið þekktur fyrir sínar einstöku aðstæður til hvalaskoðunar. Með aðstoð neðansjávarhljóðnema geturðu lagt á hlustir og kynnst lífinu neðansjávar enn betur.

Þorpið í Grímsey © Friðþjófur Helgason

Lífið um borð í Ópal

Að ferðast um á Ópal er ólýsanlegt. Þar mætast umhverfisvæn tækni og gamalgrónar siglingahefðir á magnaðan hátt. Ópal er einstök á ótalmarga vegu, hún er ekki einungis augnayndi, heldur er hún búin „hybrid“ kerfi sem gerir það að verkum að hægt er að sigla á rafmagni. Ef veður leyfir er hægt að hleypa vindi í seglin og sigla seglum þöndum.
Ópal getur hýst 12 gesti ásamt áhöfn og gist er í notalegum tveggja manna klefum í uppábúnum rúmum.

Íslensk matargerð eins og hún gerist best

Kokkurinn um borð mun sjá til þess að þú upplifir íslenska matargerð eins og hún gerist best, en allur matur er eldaður og framreiddur um borð og innblástur sóttur í hráefni og hefðir á svæðinu.

Rannsóknir á lífríki sjávar

Með tilkomu Ocean Missions, nýstofnaðra umhverfissamtaka á Húsavík, færðu tækifæri til að taka þátt í rannsóknum á lífríki sjávar og fræðast um umhverfismál en nærgætni við náttúruna hefur ætíð verið ein af höfuðáherslum Norðursiglingar.

Hnúfubakur í Skjálfanda
Hnúfubakur í Skjálfanda © Nick Bondarev
Fuglabjörg í Grímsey
Fuglabjörg í Grímsey © Friðþjófur Helgason
Lundey © Norðursigling
Lífið um borð í Opal © Nick Bondarev
Der Sonnenuntergang vom Hot Pot aus gesehen © Ales Mucha
Horft á sólsetrið úr heita pottinum © Aleš Mucha
Upp með seglin © Rafnar Orri Gunnarsson

Arctic Coast Way Hero Experience

Brottfarir

Smelltu hér til að sjá ferðir í boði

Bókanir og nánari upplýsingar

Allar upplýsingar veitir:

Líney Gylfadóttir
liney@nordursigling.is
849 4424

Verð

Verð á mann:
220.000 kr.

(11% vsk innifalinn)

Hápunktar ferðarinnar

  • Skoðaðu eyðieyjuna Flatey
  • Syntu í köldum sjónum
  • Láttu líða úr þér í heita pottinum um borð
  • Stígðu yfir heimskautsbaug í Grímsey
  • Lærðu að sigla stærsta seglskipi landsins
  • Veiddu í matinn og grillaðu um borð
  • Upplifðu sumarsólstöður við heimskautsbaug
  • Kannaðu afskekkta dali, víkingabyggðir og eyðibýli
  • Sigldu í kringum stórkostleg fuglabjörg Grímseyjar
  • Njóttu hvalaskoðunar við bestu mögulegu aðstæður

Ferðaáætlun og fleira

Nánari ferðaáætlun, umsagnir og frekari upplýsingar um ferðina má finna hérna á ensku.